Röskvuliðar hafa verið að kvarta yfir því að Vaka hafi verið að segja ósatt í hinum og þessum málum. Það kemur því á óvart að stjórnarmaður í Röskvu skuli taka sig til og birta sögusagnir um Háskólalistann.
„Kemur kannski ekki á óvart miðað við málflutningin hjá þessari fylkingu [Háskólalistanum] í ár, ég man a.m.k. ekki til þess að hafa heyrt af því áður að fylkingu hafi, því sem næst, verið hent út af stofugangi fyrir ómálefnalegheit.“
Þetta er ósmekklegur málflutningur. Hið augljósa er að sagan er ósönn. Mig grunar að hérna sé einfaldlega saga sem byggist á atviki sem gerðist í raun og veru en allt öðruvísi. Minn hópur var að fara í stofugang, kennarinn var ekki mættur en ég hélt að við hefðum fengið leyfi til að tala þannig að við létum slag standa. Þegar kennarinn síðan kom þá var hann greinilega mótfallinn þessu þannig að hann bað okkur að fara.
Við höfðum rétt náð að kynna okkur þegar þetta gerðist. Ekki var atvikið merkilegra en það. Smá misskilngur og skipulagsklúður sem mér fannst reyndar svoltið skondinn og skrifaði færslu um. Þegar við komum út úr stofunni þá sögðum við Röskvuliðum sem sátu við borð þarna í Háskólabíó frá því sem gerðist.