Útkoman og …

Þetta var löng bið.  Ég skipti á milli bjartsýni og svartsýni alla nóttina.  Það var ljóst að endurtalning var í gangi.  Gamla fólkið var ömurlegt og spáði því að það væri verið að telja milli fimmta manns Vöku og fyrsta manns okkar.  Ég hafði í raun enga trú á því.  Niðurstaðan var samt arfaslök, 11% er ekki viðunandi og við þurfum að gera betur á næsta ári.  Við vitum hvað við gerðum vitlaust í baráttunni.  Síðan var reyndar ljóst að stóru fylkingarnar voru að reyna að útrýma okkur.

En þetta fór eins og í fyrra.  4-4-1.  Við fórum ekki vel útúr Stúdentaráð/Háskólaráð því við fengum töluvert fleiri atkvæði í því síðarnefnda sem er alveg gagnslaust.  Alveg spurning hvort við ættum ekki bara að sleppa þeirri baráttu alveg.

Ég er hins vegar hættur þessu rugli að mestu.  Ég mun ekki taka sæti í nefnd en ég mun hjálpa mínu fólki eins og ég get.  Satt best að segja þá verð ég of reiður og bitur yfir því sem gerist í stúdentapólitíkinni til þess að ég gæti gert meira gagn þar núna.

Í morgun fór ég til Sigrúnar að læra undir Menningararfsprófið.  Ég sofnaði um eittleytið í sófanum en stelpurnar héldu áfram að læra.  Ég var nokkuð þreyttur þó ég hafi í raun farið heim nærri strax eftir tölurnar í gær, sofnaði uppúr klukkan 6:00.  Í nótt mun ég læra.