Móðurborð…

Það var hringt í mig í dag. Móðurborðið er bilað, eða skjákortið sem er í raun hluti af því.  Urf.  Það á að panta nýtt og það tekur 2 daga eða hálfan mánuð.  Eða eitthvað þar á milli.  Þá verður búið að skipta um harða diskinn, geisladrifið og móðurborðið.  Ég veit ekki hvað er mikið eftir af upprunalegu tölvunni nema kassinn, batteríið og minniskortin.  Er þetta ennþá sama tækið og ég keypti?