Tölvulistinn – varist

Áðan var hringt í mig frá Tölvulistanum og mér sagt að þau væru búin að setja nýtt móðurborð í tölvuna mína. Mér var líka sagt að það þyrfti að láta stýrikerfið aftur í og að þau myndu gera það gegn greiðslu. Tölvan mín er búin að eyða um mánuði af þessu ári á verkstæði Tölvulistans og til að sýna mér að þeim er alveg sama um mig þá vildu þau finna leið til að ná líka úr mér peningum. Ég sagði að ég hefði engan áhuga á að borga og myndi þess í stað skrifa bréf í blöðin þar sem ég varaði fólk við að versla við Tölvulistann.

Nú veit ég að fólk frá öllum dagblöðum les þessa síðu þannig að ég spyr hvort einhver vill fá hörmungasögu mína til birtingar, hún hefur fleiri áhugaverða punkta en ég hef nefnt hérna. Ég tel það skyldu mína að vara fólk bæði við að kaupa Acer tölvur og að versla við Tölvulistann.