Einsog þið vitið kannski þá setti ég upp myndabloggsíðu um daginn. Það er skemmtilegt en mig langar endilega til að tengja þessar síður betur saman. Þið sjáið hér hægra megin mynd af Eygló. Það sem ég myndi vilja gera er að fá þarna nýjustu myndina af myndablogginu. Til að ná í urlið á nýjustu myndina er væntanlega best að taka það úr rss skjalinu.
Ég hef fundið leið til að ná myndunum inn í sömu stærð og þær eru á myndablogginu (sem er þó ekki raunstærð) en ég vil geta minnkað myndirnar þannig að þær passi þarna hægra megin (reyndar koma myndir ekkert sérstaklega vel út þegar þær eru minnkaðar af vöfrum en ég sætti mig við það).
Er einhver sem veit um einfalda leið til að bjarga þessu?