Ég sit og skrifa náms- og rannsóknaráætlun. Gríðarlegt fjör. Vantar reyndar almennilega lýsingu á þessu fyrirbrigði. Annars þá tók ég eftir því að Félagsvísindadeild hefur fært umsóknarfrestinn um framhaldsnám frá 15. apríl til 18, það meikar töluvert meiri sens því 15. er laugardagurinn milli föstudagsins langa og páskadags.
Hlakka til á næstu önn. Ég tek nokkra áhugaverða kúrsa og mun þar að auki sitja einhverja skemmtilega til viðbótar. Ég er líka að skoða til hvaða útlands ég eigi að fara eina önn, ég er sérstaklega að skoða möguleikann á að taka sumarönn.