Hvað á að gera með Jarðfræðihúsið

Ég vissi ekki að það væri eitthvað leyndardómsfullt við það hvað ætti að gera við Jarðfræðihúsið gamla en samt er þessi klausa á Vökusíðunni.

Einnig væri ekki verra að vita hvað Háskólinn hyggst fyrir með steinklumpinn sem hýsti áður jarðfræðiskor og landfræðiskor. Svo virðist sem eitthvað sé verið að dytta að því húsi en meira veit ég a.m.k. ekki.

Þjóðminjasafnið á húsið núna og mig minnir að það eigi að hýsa skrifstofur þess.  Háskólinn ætlar því ekki að gera eitt né neitt við það.