Spóla fram í tíman

Mikið væri ég til í að spóla yfir næstu tvær vikur, fínt að vakna á þriðjudaginn 26. ágúst, fara á Foo Fighters tónleika og vinna síðan þrjá daga. Eyða helginni í að pakka og flytja á mánudag. Byrja í skólanum, kaupa húsgögn og dunda sér við að koma öllu fyrir á nýja staðnum. En þess í stað á ég eftir að vinna 14 daga.

Fyllti inn eyðublöðin fyrir námslán í gær, förum bráðum að fylla inn eyðublöð fyrir húsaleigubætur (þó við förum í stærri íbúð þá lækkar leigan um fimmþúsund kall ef við tökum tillit til húsaleigubóta).

Þrjár vikur eftir í kælinum, það er svona einsog dómur.

Góðu fréttirnar eru hins vegar að krúna Írlands fer bráðum að falla í hendurnar á mér þar sem ég er búinn að sannfæra aðra erfingja um kosti stefnumála minna.

One thought on “Spóla fram í tíman”

Lokað er á athugasemdir.