Eftir að hafa athugað hvaða einkunn mötuneytismaturinn hérna fengi hjá einum vinnufélaga mínum þá ákvað ég að fara ásamt fleirum eitthvað út að borða. Ég endaði á Burger King en þar hef ég aldrei áður borðað. Maturinn fær þessa einkunn: Ætt og betra en McDonalds (seinnihlutinn er reyndar óþarfi, ef það er ætt þá er það betra en McDonalds).