Diskasala Doktor Gunna

Ég á að ná í þessa diska til Doktor Gunna á morgun:

  • Ný dönsk – Kirsuber EP
  • Spoon – Spoon
  • Unun – I See Red EP
  • 200.000 naglbítar – Neóndýrin
  • S. H. Draumur – Allt heila klabbið
  • Gálan – Fyrsta persóna eintölu

Kom mér mest á óvart að ég náði að fá tvo af diskum sem Doktorinn sjálfur hefur spilað á. Bara íslenskt efni, ætlaði reyndar að fá tvo Smashing Pumpkins en þeir voru seldir (það var ekki mikil sorg). Eygló ber reyndar ein ábyrgð á Gálunni.

Ununarsafn heimilisins er orðið nokkuð gott, þetta fimmti diskurinn sem ég eignast með þeirri hljómsveit.

Ég átti alltaf eftir að kaupa mér frumraun Naglbítana þó að hún sé einmitt í miklu uppáhaldi hjá mér.

SH Draumur er augljóslega frábær viðbót við diskasafnið.

Ég á eiginlega allt með Nýdönsk nema Kirsuber sem hefur ekki fengist árum saman, reyndar vantaði mig lengst af líka Ekki er á allt kosið en fékk hana á uppboði Einars.

Spoon með Spoon er plata sem mig hefur vantað sárlega í Emilíönusafnið mitt sem er þá orðið nokkuð gott.

Gamangaman.