Í morgun festist ég í lyftu, það var ekki mjög ógnvænlegt. Ég var kominn inn, búinn að velja hæð en um leið og hún ætlaði af stað þá hoppaði hún örlítið. Hún vildi ekki leyfa mér að fara út, upp né niður þannig að ég ýtti á bjölluna en enginn kom. Eftir rúma mínútu hefur einhver uppi kallað á lyftuna og lyftan fór af stað.
Gsm símar hafa að mestu eyðilagt ógnina sem fylgja föstum lyftum. Ég varð hins vegar hræddur þegar ég festist fimm ára gamall í lyftunni í Kaupfélaginu í Borgarnesi.