Við Eygló ræddum það í vetur að við ættum kannski að fara á tónleika með Foo Fighters og fleirum í Hyde Park þann 17da júní. Við ákváðum að sleppa því. Í gær voru tónleikarnir. Brian May og Roger Taylor stigu á svið með FF og tóku We Will Rock You og Tie Yout Mother Down. Spurning hvort maður hefði ekki farið ef maður hefði séð í framtíðina.