Dan Barker á dvd…

Í dag fékk ég afhentan dvd disk með fyrirlestrinum hans Dan Barker frá því á laugardaginn.  Merkilegt hvað myndatökumaðurinn okkar er snjall.  Hann var ekki með neinar ofurgræjur þarna en náði alveg frábærum myndum.  Hljóðið virkar líka mjög vel sem er nú aðalmálið.  Ef allt gengur eftir, sem er þó ekki víst þar sem við höfum ekki fengið leyfi frá öllum, þá verður hægt að gefa út ráðstefnuna á dvd eins og hefur verið gert með The Amazing Meeting.  Brilljant alveg.