Ástkæra tungan

Jæja, náði loks að klára eina vesenið sem ég hafði ekki náð að leysa í flutningnum.  WordPress neitaði ítrekað að breyta yfir í íslensku.  Ég hélt alltaf að ég væri að gera eitthvað vitlaust, leitaði að lausnum.  Loksins fattaði ég að það væri hugsanlegt að vandamálið væri hjá hýsingaraðilinum og líklega var það rétt, allavega fann ég lausnina fljótt og örugglega hjá þeim.

Reyndar er mér nokkuð sama hvort viðmótið sjálft er á íslensku eða ensku en mér þykir mun fallegra að dagsetningarnar séu allar á íslensku.  Sá þáttur ætti að vera kominn í lag núna.