Ég kíkti á Deigluna áðan eftir að hafa skoðað færslu hjá Matta um mynd sem þeir hafa hirt frá honum. Hvað blasir þá við mér? Mynd af Stefáni Boga sem er upphaflega af veggspjaldi frá Háskólalistanum (árið 2004 ef ég man rétt). Ég er nokkuð viss um að Bragi á þessa mynd. Var Bragi spurður um leyfi?
Myndin hans Matta kemur efst á Google ef leitað er að „strætó“ í myndaleitinni og myndin hans Braga er fyrsta myndin sem kemur upp af Stefáni Boga þegar leitað er að „Stefán Bogi“.