Karfan

Ég er allur lurkum laminn.  Fór í körfubolta með Ella, Ásgeiri, Starra og Árna Pétri.  Það gekk ágætlega en í næstsíðasta leiknum meiddi ég mig tvisvar og var því afskaplega slakur eftir það.  Núna er ég aumur.  Ég finn líka núna fyrir því hve illa öxlin mín er farin eftir skápana í vinnunni.  Ég er byrjaður að hafa áhyggjur af því.

Núna er tími fyrir sturtu og bað nema að sprungnu blöðrurnar þoli það ekki.

Maður þyrfti að koma sér upp reglulegum körfuboltatímum, það hefur verið markmiðið árum saman en hefur ekki tekist í um tíu ár.