Það sem er skemmtilegast við Bókhlöðuna er fólkið sem maður hittir þar. Fyrir utan starfsfólkið hitti ég bæði Terry og Valdimar sem eru, fyrir fáfróða, föstu kennararnir í þjóðfræðinni. Valdimar sagði mér að ég ætti eftir að þurfa lesa mikið í vetur. Hann hefur annars látið sér vaxa skegg, þjóðlegt. Terry er hins vegar að skipuleggja fyrir mig lesnámskeið í Munnlegri hefð. Væntanlega mun Gísli sjá um það. Bara endalaust fjör sko.
Við Unnur áttum okkar lönsdeit, get ekki sagt að maturinn hafi verið mikilfenglegur hjá okkur en dugði til að hressa okkur aðeins við. Ég náði eitthvað um 40 færslum í dag sem er alveg ágætt. Ef ég næ öðru eins á hverjum degi þá er ég í góðum málum. Reyndar hef ég litlar áhyggjur af því að þetta mistakist upp úr þessu.