Eftirminnilegur tími

Ég var í dag að spjalla við Dagbjörtu og hún sagði mér að hún hefði ætlað að taka bókasafns- og upplýsingafræði sem aukagrein en hætt eftir að hafa byrjað í kúrsinum Upplýsingamiðlun (tek fram að þetta var slæmt val á fyrsta kúrs). Hún sagði mér líka að við hefðum verið saman í þessum tímum. Hún mundi eftir mér af því að í miðjum tíma þá byrjaði lagið Killer Queen að hljóma úr tölvunni minni, hátt. Að sjálfssögðu skrifaði ég um þetta á sínum tíma.