Jæja, ég er búinn að hlusta nokkuð ítrekað á Ragnarök og get fellt dóm. Það gæti verið að platan sé betri en How far to Asgaard? og Eric the Red, frá mér þá er það mjög stórt hrós. Ég er enginn sérstakur aðdáandi concept-platna en þarna virkar það. Platan er heilsteypt en þó fjölbreytt.
Eftir þessar hlustanir er lagið Brother’s Bane í nokkru uppáhaldi hjá mér. Wings of time er líka mjög flott, sérstaklega þegar það er rammað svona fallega inn með gömlum upptökum af færeyskum kvæðamönnum. Síðan er það ótrúlega svalt hvernig lagið Victory kemur og leiðir inn í Lord of lies. Það er tær snilld.
Það er dáltið af stuttum lögum án söngs þarna (eins og Victory). Af þeim ber The Rage of the Skullgaffer þóhöfuð og herðar yfir önnur lög.
Kaupið þessa plötu, núna. Helst sérútgáfuna sem inniheldur tvö aukalög. Textinn að Valhalla höfðar sterkt til mín.