Hafnað af vírus

Eygló var að fá rúmlega 20 email með vírus en ég fékk ekkert. Að vissu leyti fæ ég höfnunartilfinningu þar sem ég á greinilega enga vini. Reyndar á þetta sér eðlilegri skýringar. ég er með frekar nýtt email á meðan Eygló er með email sem var áður í notkun og ég giska á að vinir þeirrar sem hafði þetta email áður séu upp til hópa svo miklir hálfvitar að þeir senda svona rusl áfram (séu semsagt ekki með vírusvörn).