Málþingið og næst-besti Ólinn

Ég fór á málþing í dag. Lærði ýmislegt um Jónas Jónasson frá Hrafnagili. Meðal annars að hann hafði ekki hátt álit á efnishyggjumönnum eins og mér.  Hitti síðan margt fólk. Þjóðfræðikennara, þjóðfræðinema og formann guðfræðinema.

Ég komst líka að því áðan að ég er næst-besti Ólinn hennar Dagbjartar (reyndar gömul færsla en rss-yfirlitið hennar var ekki að fúnkera þannig að ég var bara að sjá þetta núna). Ég er mjög glaður þó að mér skiljist að ég eigi ekki auðvelt með að komast alla leið á toppinn.