Kleina í hálsi

Í dag fór ég með kökuafganga í tíma í Rannsóknum í þjóðfræði. Það vakti töluverða lukku. Reyndar þá lenti ég í því að kleinubiti festist í hálsinum á mér. Dagbjört og Valdimar voru bæði komin á fætur tilbúin að slá í bakið á mér en bitinn seig þá alla leið niður. Ástæðan fyrir þessu óhappi var að Valdimar var að segja okkur frá átökum á ráðstefnu þjóðfræðinga. Þetta olli semsagt því að ég fór að hlæja á meðan ég var að borða. Stórfyndin tilhugsun að þjóðfræðingar fari að æsa sig og rífast af því að einhver kona hélt því fram að ævintýrið hafi verið búið til af einhverjum ítölskum náunga. Augljóslega rugl í konunni en óþarfi að flippa svona.