Jæja, það virðist vera þannig að Valdimar hafi náð að þjálfa mann upp í að lesa og lesa og lesa. Ég á þó eftir að lesa sex greinar fyrir Rannsóknirnar. Ég er þess í stað að einbeita mér að lestrinum í Munnlegri hefð. Kláraði bókina hans Gísla í dag og þar með hef ég lesið allt sem ég á að lesa í þeim kúrs. Núna er ég að fókusa á það sem tengist minni ritgerð sérstaklega. Ég er að lesa bók sem ég hefði kíkt á áður en ekki skilið nægilega vel. Núna hef ég greinilega betri grunn til að skilja þetta. Ég er þá bæði að græða á því sem við höfum verið að lesa í þessum tveimur kúrsum. Ví. Hlakka til að byrja að skrifa.