Bókafetishið

Bækur, bækur, bækur.  Ég var eiginlega búinn að lofa mér að ég ætlaði ekki að kaupa fleiri bækur fyrr en eftir afmælið mitt í febrúar (líklega jafnvel þar til að vaskurinn verður felldur niður).  Það er nefnilega þannig að Eygló segir að það sé ómögulegt að ráðleggja fólki með hvað það eigi að gefa mér af því að ég sé of fljótur að kaupa mér bækur sem mig langar í.  Ég hef líka verið glaður í bókakaupum undanfarið. En núna var ég að rekast á nýja bók á Amazon sem ég myndi helst vilja fá í hendurnar núna.  Urf.

Verst er að ég hef enga réttlætingu fyrir því að kaupa frá bandaríska Amazon því ég þarf líklega að kaupa bók af breska Amazon fljótlega (ekki fyrir sjálfan mig). Bókin myndi semsagt hjálpa mér með ritgerð sem ég er að fara að skrifa í mánuðinum.  Reyndar myndi hún líka hjálpa við MA-ritgerðina en það liggur ekki jafn mikið á því.