Það voru 115 myndir á vélinni minni eftir gærkvöldið. Sem betur fer notaði ég vélina hennar Dagbjartar mikið þannig að ég þarf ekki að sjá um að fara yfir allar myndirnar sem ég tók. Dagbjört stal annars skónum hans Valdimars og Valdimar mínum skóm. Alan Dundes, lærimeistari Valdimars, hefði örugglega getað túlkað þetta á mjög skemmtilegan hátt. Skór tákna sko… Ég læt samt fagmennina um Freudískar túlkanir.
Ég snúsaði í hálftíma í morgun án þess að átta mig á því. Ég vaknaði nógu snemma til að troða í mig ristuðu brauði. Síðan var þessi eini tími sem ég fór í frekar gagnslaus. Þar að auki var Terry ekki við þegar ég fór að reyna að hitta hann. Hefði átt að sofa út.
Hér í færslunni má sjá Bryndísi vera að útskýra eitthvað með höndunum.
Verð síðan að benda á grein Matta um leikskólakristniboðann Sigurvin Jónsson.