Ég náði núna að koma inn svoltið skemmtilegu kerfi hérna. Ég hafði alltaf mynd af gsm-blogginu mínu hérna uppi til hægri en það var alltaf sama myndin af því að ég þurfti að breyta handvirkt um mynd. Núna hef ég hins vegar gert þetta þannig að ég er með möppu með skemmtilegum myndum sem ég hef tekið á gsm-símamyndvélina mína og læt script sækja handahófskennda mynd úr þeirri möppu. Þessar myndir birtast núna hérna uppi til hægri. Gamangaman. Reyndar á ég vonandi eftir að stilla þetta þannig að hægt verði að fá upp síðu með öllum þessum myndum en það var ekki alveg að virka áðan.