Vísindaferð til Hafnarfjarðar í dag. Fórum á Byggðasafnið og Fjörugarðinn (sem er hluti Fjörukránnar). Reyndar átti á tímabili að fara á A Hansen. Tólf mínútum áður en Strætóinn minn átti að koma þá kíkti ég á matseðilinn hjá A Hansen og fannst verðið fullhátt þannig að ég ristaði brauð og borðaði á engri stundu.
Ég var reyndar ekki í miklu stuði fyrir safnskoðun þannig að ég fór með fyrsta hóp yfir á Fjörugarðinn. Ég, Eggert, Dagbjört, Júlíana og Jón Kr. ákváðum að borða þarna. Marie bættist síðan í hópinn og við vorum þarna saman utan við aðalhópinn. Þegar við fórum niður í bæ enduðum við sex aftur saman ein á Kaffibrennslunni og var það bara gaman. Þegar við komum þarna var enginn öskubakki á því svæði sem við settumst á en síðan var hlaðið öskubökkum allt í kring og það kom reykjandi fólk á næsta borð. Pirrpirr.