Í morgun vaknaði ég snemma til að heyra fyrirlestur hjá Árna Björnssyni um jólin. Þar sem fyrirlesturinn var haldinn fyrir starfsfólk Borgarbókasafnsins þá var ég náttúrulega að stelast, eða næstum því að stelast. Þetta var skemmtilegt. Stefni á að eignast bókina hans.
Ég rölti síðan um Kringluna og keypti ekkert nema rakkrem í Body Shop.
Í Strætó hitti ég góða konu sem sagði mér að Himmi væri orðinn, samkvæmt eigin skilgreiningu, White Trash. Gaman að heyra.