Svart-hvít mynd

Í nótt átti ég að vera að læra en var þess í stað að skoða gamlar bloggfærslur hjá mér. Fann í leiðinni þessa mynd sem ég hafði á heimasíðunni minni hér áður fyrr. Hvaða ímynd var höfundurinn að reyna að koma fram með af sjálfum sér með þessari mynd?

Ég man ekki hvenær hún var tekin en miðað við skeggið þá hefur verið tekin eftir 5. maí 2002. Annars þá gæti líka verið að ég hafi bara verið órakaður þarna. Það á að vera hægt að fá myndina stærri ef smellt er á hana.