Á miðvikudagsmorgun er mitt síðasta próf á önninni. Eftir það mun ég versla, leggja mig, fara á Litlu Jól….
Munnlega hefðin er búin. Ég hitti Rósu og Sigrúnu Hönnu á kaffistofu Árnagarðs eins og sést á myndinni í síðustu færslu. Gísli Sig kom síðan til okkar og spjallaði við okkur. Hann vissi ekki hvernig Parry dó.
Fyrri spurningin á prófinu var mjög fín en í seinni spurningunni hentuðu dæmin mér illa. Þetta var samt þannig próf að ég hefði getað veðjað cirka hvað kæmi en lærði minna um allt í staðinn fyrir meira um fátt.
Ég er svoltið steiktur. Þessi próftíð hefur verið meira en lítið erfið. En gott að sjá fyrir endann á þessu.