Langar svoltið á þetta:
Fimmtudaginn 21. desember klukkan 12:10 flytur dr. Terry Gunnell erindi á ensku í léttum dúr í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands: Íslensku jólin. Trú og siðir tengd íslensku jólunum í aldanna rás, frá heiðnum goðum til gárunga og hrekkjóttra íslenskra jólasveina.
Í nútímanum eru jólin bendluð sérstaklega við fæðingu Krists en eiga sér þó ævafornar rætur sem teygja sig langt aftur fyrir tíma kristni. Í fyrirlestri sínum seilist Terry aftur til goða og norrænnar trúar og skoðar jólin í fornsögum og þjóðsögum. Draugatrú, álfatrú og tröllatrú hafa tengst gömlu íslensku jólunum svo fátt eitt sé nefnt. Terry mun að sjálfsögðu fjalla um hina tröllslegu Grýlu og hina hrekkjóttu íslensku jólasveina. Einnig mun hann segja frá athyglisverðum ættingjum þeirra í nágrannalöndunum. Að lokum verður athyglinni beint að ýmsum siðum í tengslum við jól og áramót í nútímanum.
Terry Gunnell er dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Ekkert kostar inn og allir velkomnir.
Staður: Þjóðminjasafn Íslands
Terry finnst þetta samt vera of mikið fyrir almenning til að nemar mæti en ég kom í fyrra og það var mjög gaman, annað efni þó.