Tommi frændi ætlar að skjóta á Háskólalistans og heldur ranglega fram að okkur hafi mistekist að manna framboðslista til Háskólafundar. Það er bara rangt og sannleikurinn er sá að okkur hefur aldrei mistekist að manna þá lista sem við höfum ætlað að bjóða fram. Fyrsta árið sem Háskólalistinn bauð fram þá var framboðslisti til Háskólafundar en eftir það var ákveðið að sleppa því þar sem við viljum að fulltrúar séu skipaðir á þennan vettvang. Háskólafundir eru þemafundir og það væri best að skipa í hvert sinn fulltrúa sem þekkja til þeirra mála sem þar eru til umræðu. Þegar ég fór fyrst fram þá var einu sinni nefndur sá möguleiki að bjóða fram til Háskólafundar en það var fellt og það tengdist ekki á nokkurn hátt því hvort við gætum mannað lista eður ei.
Ég geri að sjálfssögðu ráð fyrir að Tommi frændi sé að gera heiðarleg mistök og leiðrétti sig. Annað væri náttúrulega bara óheiðarlegt.