Á borði

Það er voðalega fyndið að sitja hérna á borði í Odda á milli Röskvu og Vöku. Nemendur rölta framhjá og reyna að hirða nammi og drykki án þess að þurfa að horfa í augun á frambjóðendum. Sumir koma reyndar með komment eins og “Vaka er með miklu betra nammi, ég ætla að kjósa þá”. Bæklingarnir sitja hins vegar eftir. Það er nú ekki skrýtið að stúdentar líti á þessar kosningar sem skrýpaleik.

Háskólalistinn gefur náttúrulega ekki neitt frekar en fyrri daginn.

Fyndnara var reyndar þegar Ólafur Grímur leit við og kom með kosningarýni.  Hann skoðaði öll andlitin á plaggötunum og sagði mér álit sitt á þeim.  Hann sagði að Vökuandlitin væru góðlegri en áður.  Hann sagðist vera vanur að þau væru kuldaleg og fjarræn.