Táknrænt sko

2007_0207_100636aa.JPGÍ kosningabaráttunni í ár hef ég gengið með þrjú barmmerki.

Það efsta er gamla merki Háskólalistans sem var notað fyrstu þrjú árin. Það var notað síðast fyrsta árið mitt.

Miðjumerkið er að miklu leyti mín hönnun en Kalli og Telma áttu grunninn. Það var notað í fyrra.

Neðsta merkið er ný útfærsla á nýja merkinu. Það er stílhreinna og auðveldara að vinna með það. Það fékkst í mörgum litum en ég hélt mig við appelsínugula litinn.

Þetta er augljóslega mjög táknrænt fyrir árin mín þrjú í Stúdentaráði.

Ég tók merkin niður áðan enda á leið í Odda og ég má ekki vera með áróður hér. Ég set þau væntanlega upp aftur á Kosningaandvökunni sem fer fram á Stúdentakjallaranum annað kvöld. Hún hefst uppúr klukkan 21:00.

En já, drífið ykkur á kjörstað og kjósið Háskólalistann. Það er kosið í Aðalbyggingu, Ármúla, Árnagarði, Odda, VR II, Lögbergi, Háskólabíói, Haga, Öskju, Skógarhlíð, Eirbergi, Læknagarði og Þjóðarbókhlöðu.