Talið

Kjörstöðum lauk fyrir um klukkutíma.  Ég verð að játa að það kom smá spenna yfir mig í dag en annars hef ég verið rólegur.

Mér skilst að það hafi verið hasar í VRII í gær.  Ég sá reyndar Hannes Rúnar frænda í Odda í gær í gulum bol en þar sem hann var einn og lét fara lítið fyrir sér þá nennti ég ekki að gera athugasemd við það.

Ég veit ekki hvernig þetta fer.  Við eigum alltaf á hættu á að þurrkast út.  Það þarf svo lítið að bera út af.  En ég held að við lifum af.