Brixton Academy

Ég er að horfa á tónleika með Brian May sem fóru fram í Brixton Academy árið 1993.  Þetta er sjónvarpsupptaka sem ég er að færa yfir á dvd.  Unaður að geta gert að.  En ég sá Brian og Roger (og já Paul Rodgers) þarna í Brixton árið 2005.  Gaman að sjá staðinn aftur.  Á skjánum get ég bent á staðinn sem ég var á.  Og núna er hann að spila Last Horizon sem var eitt af uppáhalds augnablikum mínum á tónleikunum 2005.  Sumir hreinstefnusinnar voru á móti því að spila Brian May sóló-lag á “Queen” tónleikum.  Ég hef hins vegar aldrei fallið eins mikið fyrir þessu lagi og þegar Brian stóð þarna fyrir framan mig á sviðinu og spilaði það. Yndislegt alveg.  Ef þeir fara aftur á túr þá fer ég aftur.  Ekki spurning.