Var áðan að skutla Eygló í skólann og hún benti mér á að allir fánarnir við Norræna Húsið voru í hálfri stöng. Ég giskaði réttilega á að Anna Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, hlyti að hafa dáið.
Hugurinn hverfur þá aftur til ársins 1986 þegar Olav Palme var myrtur. Finnst einsog ég hef séð sýnt frá jarðarför hans heima hjá ömmu og afa í Stekkjargerði.
Síðan man ég að ég var efst í stigaganginum í Stekkjargerði og heyrði að það var verið að tala um að Indira Gandhi hafi verið drepin. Þetta hefur verið rúmlega mánuði eftir að mamma dó.
Og án þess að hafa ætlað það er ég að fara að skrifa um ástæðuna fyrir því að þessi dagur ávallt verið sorgardagur hjá mér. Mamma dó fyrir 19 árum síðan, nákvæmlega tveimur mánuðum áður en hún hefði orðið þrítug… Hef ég styrk í að skrifa nánar um það? Neibb.
