Ég er sökker fyrir bókum. Bóksala Stúdenta er með útsölu og ég hef núna gert mér tvær ferðir þangað. Seinni ferðin var í dag þar sem komin er 70% afsláttur á öllum erlendum bókum sem eru á útsölu.
Í fyrri ferðinni keypti ég mér:
- The Study of Folklore sem Alan Dundes ritstýrði. Mikið af áhugaverðum greinum. Ég hef girnst þessa bók lengi en verðmiðinn var upp á rúmar sex þúsund krónur.
- The Naked Anthropologist er safn af greinum um ýmislegt sem getur komið upp á í vettvangsvinnu.
- Patterns in Comparative Religion eftir Mircea Eliade. Nauðsynlegt augljóslega.
- Picturing Culture. Af hverju ætti maður að nota kvikmyndatöku í vettvangsvinnu?
Í dag keypti ég:
- How to read an Oral Poem eftir John Miles Foley. Munnlega geymdin.
- Emplaced Myth: Space, Narrative, and Knowledge in Aboriginal Australia and Papua New Guinea. Skýrir sig eiginlega sjálft.
- New Religions and New Religiosity. Greinasafn um trú í nútímanum.
- Scottish Customs: From the Cradle to the Grave. Siðir og venjur Skota.
- The World Observed: Reflections on the Fieldwork Process. Greinar um vettvangsvinnu, meðal annars þjóðfræðinga.
- Bound and Gagged: A Secret History of Obsenity in Britain. Dónasaga Bretlands, augljóslega heillar það.
Verst að ég hef engan tíma til að lesa. Hugsanlega mun ég hafa aðeins betra tóm til þess í sumar. Ætti einfaldlega að gefa mér meiri tíma til þess.