Í morgun reyktu tveir náungar í Strætóskýlinu mínu. Pirrandi helvíti. Þegar ég kvartaði yfir þessu í fyrra til Strætó þá fékk ég þau svör að það hefði verið reynt að setja bannmerki í Strætóskýlin en þau hefðu bara verið rifin niður. Ég held að þeir ættu bara að prenta þetta á kortin sín í haust. Annars þá svöruðu þeir allavega kvörtun minni í fyrra, þeir hafa ekki ennþá svarað kvörtun minni um breytt leiðarkerfi.