Í gær sá ég eins og fleiri (1,2,3,) atriði þar sem einhver stelpa hélt því fram að 90% þjóðarinnar tryðu á álfa. Það fór ákaflega í taugarnar á mér. Reyndar sagði stúlkan líka að 90% þjóðarinnar væru kristin sem er líka rangt en ekki alveg jafn.
Ég hef aldrei hitt nokkra manneskju sem ég er viss um að trúði á álfa. Ég hef hitt nokkra sem segja að þeir trúi á álfa en yfirleitt var það á þann hátt að engin leið var að taka þá alvarlega. Ég man hins vegar eftir sögum af því að börn hafi átt álfa að vinum. Þetta grunar mig að gæti verið rótin. Íslensk börn áttu sér ímyndaða vini sem voru kallaðir álfar. Ég er ekki viss um að álfatrú hafi verið mikið útbreiddari en þetta áður en álfar voru notaðir sem skýringar á biluðum vegavinnutækjum.
Í dag efast ég um að fólk sem raunverulega trúir á álfa á Íslandi nái 5%. Ég er viss um að miklu fleiri segja það en ég held að það sé bara einhver rómantík.