Það er eina sem pirrar mig verulega við Facebook er að ákveðinn atriði eru of miðuð við Bandaríkin. Tvennt er mest áberandi í þessu sambandi.
Í fyrsta lagi er það pólitíkin. Það er ekki hægt að vera hægri eða vinstri, hvað þá grænn. Við höfum íhaldsmenn, frjálshyggjumenn, miðjumoðara og síðan frjálslynda. Ég flokkast sem mjög frjálslyndur sem við getum þýtt sem mjög vinstrisinnaður.
Í öðru lagi er það menntakerfið. Allt eftir bandaríska kerfinu. Þetta er vont því maður á að notar það til að segja hvernig maður þekkir fólk og það er mismunandi hvernig fólk þýðir framhaldsskóli, sumir segja high school (sem mér finnst rökréttara) og aðrir segja college. Best þætti mér að kalla þetta junior college.
Vonandi bæta þeir þetta núna þegar fleiri og fleiri utan Bandaríkjanna er að fylla síður andlitsbókarinnar.