Í gær fékk ég gesti í heimsókn. Því miður voru þeir færri en ég bjóst við vegna fyrrnefndra tæknivandræða en Bryndís, Júlíana og Sigrún Hanna komu. Ég útbjó pizzur sem fóru vel í fólkið. Ég útbjó líka Rice Crispies kökur og ákvað að nota fínna síróp en áður. Það virkaði vel, sérstaklega var eftirbragðið áberandi betra.
Bryndís kom reyndar fyrst og hjálpaði mér með eldamennskuna. Hún fór líka fyrst enda er mikið að gera hjá stúlkunni sem er að fara til Berkeley. Við náðum samt að óska henni til hamingju með ritdeiluna hennar. Ef þú nærð að ergja bæði Einar Karl Haraldsson og Egil Helgason þá er bókað að greinin er gull.
Við ákváðum að skella The Aristocrats í tækið þegar við vorum bara þrjú eftir. Sú mynd fjallar um samnefndan brandara og er augljóslega frábær fyrir þjóðfræðinga. Síðan tók ég og sýndi þeim viðtalsbút við Alan Dundes sem fylgir heimildarmyndinni The God Who Wasn’t There. Kallinn var þvílíkur snillingur.
Við ákváðum síðan að það væri tími til kominn að taka yfir heiminn. Meira af því seinna.
