Ellefu fokking sinnum

Ellefta, og væntanlega síðasta, myndin á Bíódögum var Fuck. Heimildarmynd um orðið. Hún var bara mjög góð, skemmtileg og áhugaverð. Ég bauð þeim sem vildu af Rannsóknarhópnum með á hana, Vilborg, Sigrún Hanna, Dagbjört og Júlíana þáðu boðið.

Ég vann semsagt um daginn aukalegt 10 miða kort á Bíódaga rétt eftir að við höfðum ákveðið að fara á þessa mynd saman. Myndin var í raun ákaflega þjóðfræðileg og hentaði því vel fyrir hópinn.

Við byrjuðum kvöldið á að borða á Caruso. Ég var ánægður með matinn en ég var ekkert sérstaklega ævintýragjarn og fékk mér bara Lasagna. Reyndar var hvítlauksbrauðið sem með fylgdi frekar aumt.  Eygló bættist í hópinn þegar við fórum í bíóið.

Við kvöddum síðan Sigrúnu Hönnu sem hjólaði á brott á. Hálffrönsk að sjá stúlkan á hjólinu. Líklega sé ég hana ekki aftur næsta árið. Díaspora þjóðfræðinema er hafin. Hvernig líður Berkeleybúanum annars?