Á blogginu hans Gísla Freys Valdórssonar má finna þessa tilvitnun undir titlinum sunnudagshugleiðing:
,,Það er aðeins unnt að vinna sigur á kapítalismanum með sköttum – sköttum og meiri sköttum.“
– Karl Marx, þýsk-enskur þjóðfélags- og hagfræðingur og hugmyndafaðir Vinstri Grænna.
Látum vera þetta skot á VG sem er hvort eð er ekki svaravert. Tilvitnunin sjálft virðist hins vegar einfaldlega vera uppdiktuð. Ég leitaði og leitaði að vísbendingum um uppruna tilvitnunarinnar en fann ekkert sem benti til þess að Marx hafi látið þetta fara frá sér. Sjálfur hélt ég allavega, án þess að þekkja vel til, að Marx hafi talið byltingu leiðina til að fella kapítalismann.
Er til of mikils mælst að fólk sem finnur sér alveg ótrúlega hentugar tilvitnanir taki sér augnablik til að athuga og íhuga hvort þær séu rétt feðraðar?
Ég persónulega vitna nú reyndar oftar í Groucho heldur en Karl.
