Síðasti dagurinn á Íslandi

Áðan skilaði ég lokaskýrslu til Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Ég laumaði líka bréfi inn á skrifstofu Félagsvísindadeildar um að fá námskeiðið í Árósum metið, það ætti ekki að vera vandamál.  Ég keypti mér síðan ferðabók um Cork.

Áðan komst ég að því að ég get ekki náð í lyklana að húsnæðinu á morgun eins og ég ætlaði þannig að ég verð eina nótt á hóteli. Ég reddaði mér herbergi rétt hjá væntanlegu heimili mínu. Annað kvöld mun ég síðan væntanlega rölta um miðborgina og reyna að átta mig á aðstæðum.

Ég er búinn að taka nær allt til sem ég ætla að fara með en að sjálfsögðu er slatti eftir. Í kvöld förum við Eygló út að borða og troðum draslinu mínu síðan í tösku/r.