Á Leifstöð

Ég sit á Leifsstöð. Ég er með Jakob og sit væntanlega við hlið hans á leiðinni út. Við höfðum miðað við að fara út saman. Borðum líklega á Stansted áður en hann fer á brott þaðan.

Það var panikk í nótt þegar við áttuðum okkur á að þyngdin á farangrinum væri fullmikil. Endurröðun reddaði væntanlega mestu en hugsanlega þarf ég að borga eitthvað hjá RyanAir. Slapp hér.

Það var enginn skemmtileg vefmyndavél til hérna í Elkó þannig að ég kaupi bara úti. Mikið hefur Fríhöfninni hrakað síðan að Elkó og Skífan komu hingað. Að öðru leyti er hún mikið skárri.