Jæja, ég er kominn til Cork. Lítið gerðist spennandi á Stansted. Ég hef aldrei áður flogið með RyanAir þannig að þetta var smá reynsla. Lítið pláss fyrir fætur er eitthvað sem ég bjóst við. Ég vissi hins vegar ekki að maður þyrfti að fara í kapphlaup um sæti. Mest kom mér samt á óvart að það var sífellt verið að reyna að selja manni einhverja happadrættismiða.
Lendingin var mjög spes, maður hentist fram og til baka. Einhver farþegi sagði að þetta hefði verið svona eins og þegar orrustuflugvélar eru að miða á flugmóðurskip. En við lifðum af. Tók síðan taxa á hótelið. Ég þurfti að bíða í 10-15 mínútur niðrí anddyri eftir þjónustu. En ég gat setið í þægilegum stól þannig að ég kvarta ekki. Herbergið er indælt með baði og allt. Síðan er ég að stela þráðlausu neti af einhverjum.
Fer og kanna bæjinn bráðlega.
