Klukkan er 11:53 og ég sit í herberginu mínu. Ég er fyrstur til að flytja inn. Það er gott að tvennu leyti. Það hafa ekki skapast neinar reglur um umgengni og samskipti án þátttöku minnar og í öðru lagi gefur það til kynna að hinir séu líka í UCC. Það væri hins vegar ágætt að fá félagsskap.
Ég rölti í morgun niður í bæ og náði í lykilinn minn. Konurnar þarna voru ágætar í eigin persónu en ég pirraðist aðeins við þær á mánudaginn þegar ég fékk asnalegt svar frá þeim. Ég gekk síðan aftur inn á hótel, pakkaði niður og tók taxa hingað. Taxanum deildu með mér ensk hjón. Ég spjallaði dálítið við manninn og hann var mjög fínn.
Herbergið mitt er ekkert mjög merkilegt. Rúmið virðist ágætt. Hér er líka stórt skrifborð. Fataskápurinn er ágætur fyrir utan að ég myndi vilja fleiri hillur í hann. Það er ekkert annað hér. Það er nægilega mikið af tenglum en ég mun hvorteðer treysta mest á fjöltengið íslenska sem ég hfaði með mér. Netsambandið virðist ekki virka en ég hef ekki miklar áhyggjur af því akkúrat núna…
Og þá komu þeir. Annar er spænskur og hinn frá El Salvador. Að læra stjórnun skilst mér. Smá óþægilegt að þeir þekkjast fyrirfram og tala spænsku svolítið sín á milli. Vona samt að þeir vilji æfa enskuna sína.
Já, herbergið. Útsýnið er ekki merkilegt. Ég sný beint að hæð eða klett öllu heldur. Ég sé semsagt smá gróður og mikið af klett. Mér líður ekkert of illa út af því.
Þeir ætla út að kaupa það sem þeim vantar og ég ætla með til að reyna að kynnast þeim aðeins. Óli er ekki lengur einn í heiminum.
