Í gær fór ég á netkaffihús til að spjalla við Eygló. Þetta var annað kvöldið í röð sem ég gerði það. Þetta var reyndar töluvert skárra en hitt. Það fyrra er netkaffihús/videoleiga/sólbaðstofa. Á báðum kostar klukkutíminn eina evru sem er ágætt.
Í morgun fór ég að hitta fólk frá deildinni. Þar var enginn sem ég gat talað við en ég fékk stundaskrá. Hún er ágæt. Síðan er ég að stefna að sitja írska sögu og írska þjóðfræði fyrir Erasmus nema ef ég má það. Ég kom mér fljótt aftur heim en fer aftur á eftir.
