Djammið

Í kvöld var djamm. Ég náði loksins að finna nafnið og heimilisfangið á staðnum. Ég lagði seint af stað miðað við mig en þegar ég mætti voru bara örfáir mættir. Mér leið ekkert rosalega vel enda enginn á staðnum sem ég þekkti. Ég ákvað bara að setjast og beið síðan. Lukkulega kom Steffie með einhverjum vinum sínum. Henni þótti ég hugrakkur að mæta svona einn. Ég sagði að það væri ekkert mál þar sem ég væri strax kominn með félagsskap.

Ég hitti þarna Jessicu frá Svíþjóð og Marcus frá Þýskalandi. Þau virtust fín. Johannes var síðan á svæðinu. Ég fékkst til að fara á dansgólfið þegar hið klassíska lag Informer með Snow byrjaði. Ég dansaði aðeins en varð frekar þreyttur fljótt.

Þegar á leið hitti ég Marianne og hún dróg mig til Kristynu og Margrétar (sem ég veit ekki hvernig er stafað). Þar hitti ég síðan annan tékkneskan vin þeirra sem lofaði að hann myndi sýna mér undirheima Prag ef ég kæmi þangað.

Ég skrapp reyndar út á tímabili og keypti mér h2oh og pizzusneið í Centra. Ekki góð pizza. Ég fór aðeins aftur en við Marianne röltum síðan aðeins saman til baka (of gömul fyrir djammið). Síðan hitti hún vinkonu sína sem var að fara sömu leið og ég. Hún var að fara upp brekkuna sem Eydís hélt að ég þyrfti að fara. Greyjið.

Í dag hef ég nokkrum sinnum verið kynntur sem „þetta er náunginn sem ég var að segja þér frá“ og „þessi vann spurningakeppnina í gær“ (þá af liðsfélögum mínum sem gleyma að við vorum í öðru sæti).